MÍN STARFSÞRÓUNARÁÆTLUN

Markmið Effect er að gefa starfsfólki sem og fyrirtækjum og stofnunum verkfæri til að geta tekið markvissar ákvarðanir varðandi fræðslu og þjálfun og mæla árangur.

Til hamingju með að hafa tekið fyrstu skrefin í þinni starfsþróunaráætlun.

Að vera með virka starfsþróunaráætlun skiptir gríðarlega miklu máli fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Að vera með virka starfsþróunaráætlun sýnir að lögð er áhersla á þjálfun og fræðslu starfsfólks og ákveðið hefur verið að gefa þeim málaflokki stærra rými í daglegu starfi. Með starfsþróunaráætlun Effect er starfsfólk búið að meta sína starfstengdu hæfniþætti og getur þá með auðveldum hætti sett upp raunhæfa áætlun í samstarfi með sínum yfirmanni byggða á niðurstöðum greiningarinnar. Niðurstöður greiningarinnar sýna á skýran hátt hvar styrkleikar starfsfólks liggur og hvar er þörf á að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun. Allir græða á því að starfsmaður auki hæfni sína, þrói með sér nýja hæfniþætti og öðlist meira sjálfsöryggi í starfi og hefur það sýnt sig að þau fyrirtæki sem leggja áherslu á starfsþróunaráætlanir síns starfsfólks geti aukið árangur sinn og minnkað starfsmannaveltu til muna.

Hugum að fólkinu okkar og leggjum áherslu á að vera með hæft og sjálfsöruggt starfsfólk sem er tilbúið að mæta áskorunum örra breytinga í viðskiptaheiminum.